Jæja, þá færist Skrípóið á nýjan vettvang, og verður frá hádegi á morgun á Pressunni.
Pressan samdi við mig að ég myndi fá greitt fyrir þá vinnu sem ég legg í Skrípóið, en hingað til hef ég ekki fengið krónu.
Án þessa hefði skrípóið líklega lagt upp laupana nú í febrúar þegar ég gerði 100. skrípóið, en það takmark náðist 24. febrúar. Ástæða þess er sú að ég er tveggja barna faðir í fullu starfi og með tvær aukavinnur, og það var farið að verða óverjanlegt að taka sér stund frá börnunum og konunni til þess að hamast launalaust í teikniforritum í þessum fáu frístundum sem maður á. :)
Ég vil þakka öllum þeim sem lögðu leið sína hingað og hvöttu mig áfram. Sjáumst á Gulu Pressunni!
Pólitískar vendingar með hækkandi sól
17 hours ago