27.2.09

Nýr vettvangur!

Jæja, þá færist Skrípóið á nýjan vettvang, og verður frá hádegi á morgun á Pressunni.

Pressan samdi við mig að ég myndi fá greitt fyrir þá vinnu sem ég legg í Skrípóið, en hingað til hef ég ekki fengið krónu.

Án þessa hefði skrípóið líklega lagt upp laupana nú í febrúar þegar ég gerði 100. skrípóið, en það takmark náðist 24. febrúar. Ástæða þess er sú að ég er tveggja barna faðir í fullu starfi og með tvær aukavinnur, og það var farið að verða óverjanlegt að taka sér stund frá börnunum og konunni til þess að hamast launalaust í teikniforritum í þessum fáu frístundum sem maður á. :)

Ég vil þakka öllum þeim sem lögðu leið sína hingað og hvöttu mig áfram. Sjáumst á Gulu Pressunni!

Skrípó 27.02.09: Neiþú!

Vandamálin við stjórnarskipti mánuðum fyrir kosningar urðu skyndilega öllum ljós... Ögmundur Jónasson: Guðlaugur er ömurlegur heilbrigðisráðherra. Guðlaugur Þór Þórðarson: Nei, Ögmundur er ömurlegur heilbrigðisráðherra. Ögmundur: Nei þú hundrað billjón sinnum!! Guðlaugur: Nehei þú billjón trilljón sinnum!!

25.2.09

Skrípó 25.02.09: Ekki sprengidagur...

Fer alveg að vera spurning að vera með tvær síður á skrípó í svona gósentíð eins og 24. feb var. Annars var mikið lagt á sig í tilraunum með útlit í dag. Hvað segja áhangendur um þetta lúkk?
.. Þetta er sprengjudagur! Davíð og Sigmar áttust við. Davíð Oddsson: Za warudo! Sigmar Guðmundsson: Muda da! Davíð: Ég buffa þig pjakkur Enginn rífur svona mikinn kjaft við mig og lifir það af!! Sigmar: Hvaða voða æsingur er þetta? Þetta er bara viðtal.. Ertu eitthvað geðveikur? Davíð: Þú getur ekki sagt svona þú bara getur það ekki!! Sigmar: Róa sig maður, róa sig.. Hjálp fokk hann er með smjörhníf!! Gylfi ASÍ kóngur sendi aðildarfélögunum skilaboð. Gylfi Arnbjörnsson: Jæja, nú !@$## þið til að samþykkja heimild mína til að svíkja fólkið ykkar um samningsatriði, eða þið getið !@$! ykkur úr sambandinu mínu!@$# Innantómustu hótunina átti þó Mörður Árnason.. Mörður Árnason við Sigmund Davíð Gunnlaugsson: Ef þið tussusnúðarnir farið ekki að halda kjafti og vera góðir, þá siga ég BÚSÁHALDABYLTINGUNNI á ykkur!!

24.2.09

Skrípó 24.02.09: Framsóknarklækir

Víst best að fara að pumpa út Framsóknarádeilunum áður en Framsóknarflokkurinn og rússneska mafían eignast mig með húð og hári eins og mínir nafnlausustu aðdáendur vita að mun ske bara strax eftir helgi! :-)

Þingflokkur Framsóknar fundaði með formanni.. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson: Alfreð!? Djöfulinn ert þú að gera hér? Alfreð Þorsteinsson: Öö.. Er ég hér? Ef við pælum í því, er nokkuð okkar nokkursstaðar? Ég held, til að gæta þess að rasa ekki um ráð fram, að þú verðir bara að gera ráð fyrir að ég sé allsekkert hér! Sigmundur: Nú já.. Auðvitað. En þið, strákar, hvað vilduð þið ræða um? Birkir var kominn í kosningagallann.. Birkir Jón Jónsson: Sko, ég vil Davíð burt ens og búsáhaldafólkið. En Hössi vill spekúlera yfir einhverjum skýrslum.. Höskuldur Þórhallsson: Blablabla faglegt blablabla skýrsla blablabla stíga varlega til jarðar. Sigmundur setti sig í Sensei-gírinn.. Hmmmmm.. Báðar hugmyndir hafa sína kosti og galla önnur hugmynd sækir fylgi sitt til vinstri meðan hin sækir fylgi til hægri.. Gerið bara bæði! Syngjum nú jájá-neinei lagið!

23.2.09

Skrípó 23.02.09: Svikinn um laun og kærður

Það þarf að halda þessum djöflum hreinskilnum.

DV forsíða með fyrirsögninni Svikinn um laun og kærður: Jón Bjarki Magnússon fyrrverandi blaðamaður DV kærður. Var kærður af Hreini Loftssyni fyrir að verja starfsheiður sinn í Kastljósi. Allar bloggfærslur Jónasar Kristjánssonar endurbirtar í blaði dagsins. Ferskasti bloggari landsins. 300.000 heimsóknir á dag og tvöfalt um helgar. Tvíburabræður og ásar. Ítarlega farið yfir íslenskan ólifnað.

22.2.09

Skrípó 22.02.09: Óli sjeikur selur landið

Vil þakka Jóni Þórissyni fyrir myndina.

Að lokum var ákveðið að selja landið í hendur erlendra auðmanna, þar sem hinir innlendu höfðu allir runnið á rassgatið.. Dorrit Moussaieff: Mér finnst þetta ósvinna! Hr. Ólafur Ragnar Grímsson: Kjaaafti, kona.. Arabi 1: Hvað finnst þér, Sheik Óli Al Muhammad Bin Khalif Ragnar? Arabi 2: Þetta er semsagt Vatnsmýrin, þarna verða 60000 íbúðir og 6 skólar, 5 sundlaugar og 8 bænahús.. Dorrit: Hvernig geturu hugsað þér að fara svona með þjóðina? Ólafur: Dorrit ég sver það.. Eitt orð til og ég slæ þig! Arabi 1: Eitthvað probblemm Óli? Ólafur: Nei nei, ekkert vandamál.. Sýndu mér bara höllina mína, mér er skítsama um einhverjar íbúðir og skóla

18.2.09

Skrípó 18.02.09: Kvöld með Óskari!

Þessi er spes. Til að skilja stemninguna á bakvið skrípóið þarf að horfa á sketsið hérna neðst.

What is love baby don't hurt me, don't hurt me, no more.. Vinur 1: Flott ráðstefnuhús! Óskar Bergsson: Takktakktakk! Vinur 2: Þú? Ég? Óskar: Ég fékk peningin fyrir að byggja á lóðinni og pening fyrir að selja lóðina. Óskar og vinir keyra um við tóna what is love. Vinur 2: Nauj! Ráðhústeiti! Óskar: Auðvitað! Aðeins hið besta fyrir ykkur dúds. Annars er þetta háalvarlegur fundur um kreppuna og hvernig við getum haldið teiti í kreppunni á okkar launum!

16.2.09

Skrípó 16.02.09: La-la landið..

Pæling; er eðlilegra að reka fastráðna menn en þá sem hafa tímabundinn starfssamning?
Í La-la landi, þar sem hver er sinnar gæfu smiður.. Stjórnarráðið: Hættu! Seðlabankinn: Nei! Stjórnarráðið: Plís? Seðlabankinn: NEI! Á sama tíma, á vinnusvæði.. Jói: Já? Yfirmaður: Sæll Jói, heyrðu, það árar illa, við verðum bara því miður að segja þér upp. Málið fór vitanlega fyrir Alþingi. Birgir Ármannsson: ..Og þykir mér ótrúlegt að í vestrænu lýðræðisríki eins og Íslandi sé hæfur maður eins og Jói. Fastráðinn maðurinn! Rekinn með símtali!

5.2.09

Skrípó, 05.02.09: DAVÍÐ ODDSSON!

Hallgrímur Helgason gerði að mig minnir í 101 Reykjavík „Halldór Kiljan!“ að upphrópun í líkingu við „Drottinn minn dýri!“ Jón Ásgeir virðist ætla að gera „Davíð Oddsson!“ að svipaðri upphrópun – með öfugum formerkjum.

Jón Ásgeir var úti í spássitúr.. Jón Ásgeir Jóhannesson: Lalala.. Ég á ís, ég á ís, ligga ligga lá. Þá gerðist hið óhugsandi. Jón Ásgeir missti ísinn! Jón Ásgeir: Þið vitið hvernig þetta gerðist er það ekki? Jón Ásgeir hrópar svo glymur um heimsbyggðina: DAVÍÐ ODDSSON!

1.2.09

Skrípó, 01.02.09: Helvítis andskotans Framsókn!

Spádómur: Þetta skrípó á ekki eftir að rata á margar málsmetandi bloggsíður.

Ég hef alltaf talið það mjög tvíbent að kalla stóran hóp fólks hænur... Djöfull er ég feginn að vera ekki í framboði!
Það hófst allt á kröfu. Mótmælandi: Lýðræði ekkert kjaftæði! Eftir 3 sleitulausa daga: Steingrímur J Sigfússon hugsar: Var það kýla berja slá eða berja kýla slá? Jóhanna Sigurðardóttir: Sigmundur! Komdu hérna og samþykktu stjórnarsáttmálann! Sté forhertur framsóknarmaður á bremsu sem hann átti bara alls ekkert í! Sigmundur Davíð Gunnlaugsson: En það stendur ekkert í sáttmálanum nema við munum redda heimilinum einhvernveginn og haldnar verða kosningar þegar tími er til!? Og bloggheimar loguðu af hinni réttlátu reiði hins upplýsta manns... Hænur gagga: Svikmundur! Framsókn! Framsókn! Ónei spilling! Framsókn! Ó nei! Ólafur Ólafsson! Ó nei ó nei. Og finnur Ingólfsson! Ó nei spilling! Þeir fara aftur í samstarf með íhaldinu!